- Viðskipti með hlutabréf Alvotech á Aðalmarkaðnum auka sýnileika og breikka hóp mögulegra fjárfesta, auk þess opnar það leið til þátttöku í innlendum og alþjóðlegum hlutabréfavísitölum
- Alvotech varð í júní sl. fyrsta íslenska fyrirtækið sem var tekið til viðskipta á markaði í Bandaríkjunum og á Íslandi, undir auðkenninu „ALVO“
- Róbert Wessman stofnandi og starfandi stjórnarformaður hringir lokabjöllu markaðarins 8. desember
Viðskipti með hlutabréf Alvotech færast af First North markaðnum yfir á Aðalmarkað Nasdaq á Íslandi frá og með deginum í dag, 8. desember 2022. Auðkenni bréfanna „ALVO“ helst óbreytt og breytingin hefur ekki áhrif á viðskipti með hlutabréfin á Nasdaq markaðnum í Bandaríkjunum. Með skráningu á Aðalmarkað munu hlutabréf Alvotech ná til breiðari hóps fjárfesta. Fyrirtæki á Aðalmarkaðnum eiga möguleika, að vissum skilyrðum uppfylltum, að vera valin til þátttöku í innlendum og erlendum hlutabréfavísitölum.
Til að fagna því að vera tekið til viðskipta á Aðalmarkað mun Róbert Wessman hringja lokabjöllu Kauphallarinnar í dag 8. desember, kl. 15:30.
Hlutabréf í Alvotech hafa verið samhliða á tveimur mörkuðum síðan í júní sl., eftir að viðskipti hófust á Nasdaq hlutabréfamarkaðnum í Bandaríkjunum þann 16. júní sl. og á First North markaðnum 23. júní sl. Stjórn Alvotech samþykkti áætlun um að færa skráninguna af First North yfir á Aðalmarkaðinn þann 12. ágúst sl. Þann 2. desember sl. samþykkti Nasdaq Iceland beiðni Alvotech um töku til viðskipta á Aðalmarkaðnum. Dagsetning yfirfærslunnar var tilkynnt formlega af Kauphöllinni þann 6. desember sl. eftir að skráningarlýsing félagsins í tengslum við breytinguna hafði verið færð frá Lúxemborg til Íslands