Alvotech hefur lagt inn umsókn til Verðbréfaeftirlits Bandaríkjanna (SEC) með drögum að viðbót við skráningarlýsingu vegna viðskipta með hlutabréf félagsins á markaði í Bandaríkjunum, á svo nefndu eyðublaði F-3. Tilgangur umsóknarinnar er að uppfylla formskilyrði í samningi við núverandi hluthafa, fjárfestingabankann Morgan Stanley. Þegar SEC hefur samþykkt viðbótina við skráningarlýsingu Alvotech og hún tekur gildi, verður hluthafanum kleift að skrá rafrænt tæpa 1,8 milljón hluti í Alvotech sem eru í hans eigu, þannig að hlutabréfin séu tæk til viðskipta á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum.
Tilkynningin í gær og birting skráningarlýsingarinnar að fengnu samþykki SEC felur ekki í sér áform hluthafans um að selja bréfin.
Bréfin eru talin meðal útistandandi hluta í Alvotech, sem voru alls 301.481.596, þann 1. júlí 2024.
Umsóknin til SEC er birt á fjárfestasíðu Alvotech: https://investors.alvotech.com/static-files/34de6de0-263d-4597-8dde-ff4506930805