Skip Navigation

Alvotech skrifar undir alþjóðlegan sérleyfissamning við BiosanaPharma um þróun líftæknihliðstæðulyfs (AVT23) Xolair® (omalizumab)

Business
02 February 2022

Íslenska líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech Holdings S.A. („Alvotech“), hefur undirritað alþjóðlegan sérleyfissamning við BiosanaPharma um samstarf í þróun og framleiðslu á AVT23 (áður kallað BP001) sem þróað er sem líftæknihliðstæðulyf við Xolair® (omalizumab) frá Novartis og Roche. Lyfið er meðal annars notað til meðferðar við meðalalvarlegum til alvarlegum einkennum þráláts ofnæmisastma. Tekjur vegna sölu Xolair á heimsvísu árið 2020 voru 3,3 milljarðar dollara. AVT23 er framleitt með 3C-framleiðslutækni sem þróuð var af BiosanaPharma og er einkaleyfisvarin. Þetta vinnsluferli skilar miklum afköstum við framleiðslu samhliða lágum kostnaði.

Þessi samstarfssamningur undirstrikar heildræna nálgun Alvotech á markað fyrir líftæknihliðstæðulyf. Sérhæfing Alvotech á sviði líftæknihliðstæðulyfja gefur okkur einstaka möguleika á að þróa lyf jafnt innan fyrirtækisins, gegnum leyfissamninga eða með samvinnu og samstarfi við framúrskarandi fyrirtæki á borð við BiosanaPharma.

Mark Levick

Forstjóri Alvotech

Við fögnum samstarfi við Alvotech þar sem þróunar- og framleiðslugeta þess mun gera okkur kleift að bjóða okkar helstu vöru á alþjóðlegum markaði. 3C-vinnsluferlið okkar mun tryggja hagstæðara verð og bæta aðgengi sjúklinga, sem er sameiginlegt markmið BiosanaPharma og Alvotech

Ard Tijsterman

Framkvæmdastjóri BiosanaPharma

Samstarf fyrirtækjanna er gott dæmi um getu okkar til að auka hratt við vöruúrval okkar. Við höfum haft auga á þessu lyfi í nokkurn tíma og það er mikilvæg viðbót við lyfjaúrval okkar til meðferðar á ýmsum sjúkdómum.

Anil Okay

Framkvæmdastjóri sölusviðs Alvotech

Samkvæmt skilmálum samningsins fær Alvotech einkarétt á markaðssetningu AVT23, sem þróað er sem líftæknihliðstæðulyf við Xolair. Samkvæmt samningnum fær BiosanaPharma staka fyrirframgreiðslu og eftir það stighækkandi hlutfall af sölu. Að auki munu BiosanaPharma og Alvotech vinna saman að frekari þróun AVT23, sem er um þessar mundir á síðari stigum þróunar. Biosana hefur lokið samanburðarrannsókn sem sýndi fram á að aðgengi, öryggi, þol og mótefnamyndun AVT23 eru sambærileg við Xolair. 

Þann 7. desember 2021 tilkynntu Alvotech og Oaktree Acquisition Corp. II (NYSE: OACB.U, OACB, OACB WS), sérhæft yfirtökufélag sem styrkt var af hlutdeildarfélagi Oaktree Capital Management, L.P., að fyrirtækin hefðu gert endanlegan samning um samruna fyrirtækjanna. Þegar samruninn er genginn í gegn er áætlað að viðskipti með verðbréf sameinaða fyrirtækisins verði á NASDAQ undir tákninu „ALVO“.

Nánari upplýsingar hér.