Íslenska líftæknilyfjafyrirtækið Alvotech Holdings S.A. („Alvotech“), hefur undirritað alþjóðlegan sérleyfissamning við BiosanaPharma um samstarf í þróun og framleiðslu á AVT23 (áður kallað BP001) sem þróað er sem líftæknihliðstæðulyf við Xolair® (omalizumab) frá Novartis og Roche. Lyfið er meðal annars notað til meðferðar við meðalalvarlegum til alvarlegum einkennum þráláts ofnæmisastma. Tekjur vegna sölu Xolair á heimsvísu árið 2020 voru 3,3 milljarðar dollara. AVT23 er framleitt með 3C-framleiðslutækni sem þróuð var af BiosanaPharma og er einkaleyfisvarin. Þetta vinnsluferli skilar miklum afköstum við framleiðslu samhliða lágum kostnaði.
Samkvæmt skilmálum samningsins fær Alvotech einkarétt á markaðssetningu AVT23, sem þróað er sem líftæknihliðstæðulyf við Xolair. Samkvæmt samningnum fær BiosanaPharma staka fyrirframgreiðslu og eftir það stighækkandi hlutfall af sölu. Að auki munu BiosanaPharma og Alvotech vinna saman að frekari þróun AVT23, sem er um þessar mundir á síðari stigum þróunar. Biosana hefur lokið samanburðarrannsókn sem sýndi fram á að aðgengi, öryggi, þol og mótefnamyndun AVT23 eru sambærileg við Xolair.
Þann 7. desember 2021 tilkynntu Alvotech og Oaktree Acquisition Corp. II (NYSE: OACB.U, OACB, OACB WS), sérhæft yfirtökufélag sem styrkt var af hlutdeildarfélagi Oaktree Capital Management, L.P., að fyrirtækin hefðu gert endanlegan samning um samruna fyrirtækjanna. Þegar samruninn er genginn í gegn er áætlað að viðskipti með verðbréf sameinaða fyrirtækisins verði á NASDAQ undir tákninu „ALVO“.
Nánari upplýsingar hér.