Skip Navigation

Alvotech semur við Advanz Pharma um markaðssetningu líftæknilyfjahliðstæðu við Xolair® (omalizumab)

Business
06 February 2023
  • Advanz Pharma fær rétt til að markaðssetja AVT23, fyrirhugaða líftæknilyfjahliðstæðu við Xolair® (omalizumab) á Evrópska efnahagssvæðinu, í Bretlandi, Sviss, Kanada, Ástralíu og á Nýja Sjálandi

Alvotech (NASDAQ: ALVO) tilkynnti í dag um samning við Advanz Pharma, um markaðssetningu AVT23, fyrirhugaðrar líftæknilyfjahliðstæðu við Xolair (omalizumab). Samningurinn nær til Evrópska efnahagssvæðisins, Bretlands, Sviss, Kanada, Ástralíu og Nýja Sjálands.

Við hlökkum til að vinna með Advanz Pharma að markaðssetningu á þessu mikilvæga meðferðarúrræði við sjúkdómum í öndunarvegi. Þessi samningur er til marks um þá áherslu sem bæði fyrirtækin leggja á að bæta aðgengi sjúklinga að hagkvæmari líftæknilyfjum um allan heim.

Anil Okay

Framkvæmdastjóri viðskiptasviðs Alvotech

Samkvæmt samningnum mun Alvotech sjá um þróun og framleiðslu en Advanz Pharma sér um skráningu og markaðssetningu lyfjanna. Heildarsala á frumlyfinu á þeim markaðssvæðum sem samningurinn nær til er um 140 milljarðar íslenskra króna á ári (1 milljarður Bandaríkjadala) samkvæmt upplýsingum frá IQVIA.

Um AVT23

Í febrúar 2022 tilkynnti Alvotech um samning við BiosanaPharma um sameiginlega þróun AVT23 (omalizumab). Omalizumab er einstofna mótefni sem binst við IgE og er notað til meðferðar við ofnæmisastma og langvinnri nef- og skútabólgu með sepageri í nefi. AVT23 er lyf í þróun og hefur ekki hlotið markaðsleyfi.