Skip Navigation

Alvotech og STADA hefja sölu á Hukyndra í Sviss og auka aðgengi sjúklinga að adalimumab

Business
22 September 2022

Alvotech (NASDAQ First North: ALVO) og STADA Arzneimittel AG (STADA) tilkynntu í dag að sala og markaðssetning væri hafin í Sviss á Hukyndra, líftæknihliðstæðulyfi við Humira (adalimumab), sem Alvotech þróaði og framleiðir á Íslandi.

Hukyndra (adalimumab) er markaðssett af Spirig HealthCare AG, dótturfyrirtæki STADA í Sviss og er í boði í áfylltri sprautu og áfylltum lyfjapennum sem hannaðir hafa verið með þægindi notenda í huga. Alvotech þróaði Hukyndra til að draga úr hættu á óþægindum sjúklinga á stungustað, með auknum styrk, sítratlausu lyfjaformi og lyfjapenna með mjórri nál.

Það er enn brýn þörf fyrir líftæknilyf í Evrópu sem ekki hefur verið svarað. Samstarf okkar við Alvotech gerir STADA kleift að bjóða Evrópubúum upp á breitt úrval hágæða líftæknihliðstæðulyfja. Við leggjum áherslu á að koma Hukyndra á markað sem víðast þar sem við teljum okkur skuldbundin til að auka aðgengi að nauðsynlegum meðferðarúrræðum.

Bryan Kim

Stjórnandi sérlyfjadeildar STADA

Það er okkur mikil ánægja að geta eflt getu Alvotech og nýtt fullkomna aðstöðu til þróunar og framleiðslu líftæknihliðstæðulyfja með samstarfinu við STADA og aukið þar með aðgengi sjúklinga um alla Evrópu að hagkvæmari líftæknilyfjum.

Anil Okay

Viðskiptastjóri Alvotech

STADA og Alvotech gengu til samstarfs í Nóvember 2019. Samstarfið tekur til Hukyndra og sex fyrirhugaðra líftæknilyfjahliðstæðna sem Alvotech er að þróa, við sjálfsónæmissjúkdómum, augnsjúkdómum og krabbameini. Alvotech sér um alla þróun og framleiðslu en STADA er með einkaleyfi fyrir sölu og markaðssetningu í Evrópu.

Í nóvember 2021 veitti Lyfjastofnun Evrópu markaðsleyfi fyrir Hukyndra á Evrópska efnahagssvæðinu: Öllum aðildarríkjum Evrópusambandsins auk Íslands, Liechtenstein og Noregs. Nú hefur einnig verið veitt markaðsleyfi fyrir lyfið í Bretlandi og Sviss. STADA hefur þegar hafið sölu á Hukyndra í Austurríki, Eistlandi, Frakklandi, Finnlandi, Litáen, Slóvakíu, Svíþjóð og Þýskalandi.

STADA styður við markaðssetningu Hukyndra í hverju landi fyrir sig með útgáfu sérsniðins fræðsluefnis og þjónustu við sjúklinga sem nýta sér lyfið. 

Um Hukyndra (adalimumab)

AVT02 er einstofna mótefni og líftæknilyfjahliðstæða við Humira® (adalimumab), sem binst sértækt við tumor necrosis factor. Hukyndra hefur hlotið markaðsleyfi í Evrópusambandinu, Noregi, Lichtenstein, á Íslandi, í Bretlandi, Sviss, auk Kanada (undir heitinu Simlandi). Umsóknir um markaðsleyfi eru til umfjöllunar í mörgum löndum, þar á meðal í Bandaríkjunum. 

 Um STADA Arzneimittel AG

Höfuðstöðvar STADA Arzneimittel AG eru í Bad Vilbel í Þýskalandi. Fyrirtækið starfar á þremur meginmörkuðum, samheitalyfjum, sérlyfjum og almennum lækningavörum. STADA Arzneimittel AG markaðsetur vörur í um 120 löndum um allan heim. Á fjárhagsárinu 2021 voru sölutekjur samsteypunnar um 3.250 milljónir evra. Í lok síðasta árs störfuðu 12.520 manns hjá STADA um allan heim.