Alvotech hlaut jafnlaunavottun Jafnréttisstofu í byrjun árs 2021. Síðan þá hefur verið unnið ötullega að því að innleiða sömu aðferðarfræði á alþjóðlegum starfsstöðvum fyrirtækisins með það að markmiði að ná fullkomnu launajafnrétti.
Fyrirtækið gaf nýlega út sína fyrstu skýrslu um jafnréttismál innan fyrirtækisins, en markmiðið er að gefa út slíka skýrslu á hverju ári. Kynjahlutföll í fyrirtækinu eru nánast jöfn en konur voru 49% starfsmanna í lok árs 2021. Launamunur kynja hjá fyrirtækinu á Íslandi hefur lækkað úr 5,2% (karlmönnum í hag) í Janúar 2021 í 2,7% í desember 2021. Þýskaland var í fyrsta skipti með í mælingunni fyrir 2021, og var hlutfallið þar 1,6% í árslok. Fyrirtækið hefur gripið til ýmissa ráðstafanna til að minnka muninn svo sem að leitast við að fjölga konum í stjórnendastöðum með því að horfa til jafnvægis í ráðningum og starfsþróun.
Jafnréttisskýrsla Alvotech fyrir árið 2021 er aðgengileg hér fyrir neðan.